X

VIÐ ERUM ALHLIÐA SKIPAÞJÓNUSTA

KYNNINGARMYNDBAND

Um okkur

Fiskmarkaður Grindavíkur veitir alhliða þjónustu við skip á öruggan og skilvirkan hátt. Við leggjum áherslu á góða samvinnu við viðskiptavini okkar til þess að tryggja sem besta þjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Samfara auknu vöru- og þjónustuframboði hefur starfsemin vaxið verulega á undanförnum árum.

Við sjáum til þess að öryggi og aðstaða starfsmanna okkar sé ávallt eins og best verður á kosið og kappkostum að veita starfsmönnum okkar allan nauðsynlegan búnað og aðstöðu til að tryggja öryggi þeirra á vinnustað hverju sinni.

Til þess að halda háu þjónustustigi er markviss þjálfun starfsfólks gríðarlega mikilvæg og því fær starfsfólk okkar þá þjálfun og fræðslu sem það þarf.

Þjónustan

Fiskmarkaður Grindavíkur annast löndun á suðvesturhorni landsins og löndum við úr öllum stærðum og gerðum báta og skipa, allt frá trillum upp í frystitogara, íslenskum sem erlendum. Sem dæmi um þjónustuna er löndum og flokkun á afla úr skipum og gámum, lestun á flutningstækjum, trömpurum, kosti og umbúðum. Við önnumst losun á ferskum fiski, ísuðum í kör, ásamt flokkun á ís og körum. Þá þrífum við lestina, losum rusl í land, setjum beitu um borð og önnumst allan frágang í lest og á körum. Einnig getum við útvegað vaktmann um borð í skip og báta.

Ásamt löndunarþjónustu bjóðum við líka upp á slægingu, vélflokkun og ísafgreiðslu. Slæging og kæling skipta miklu máli til þess að varðveita gæðin í fiskinum og dregur kæling úr rýrnun á honum. Því hærri sem hitinn er í fiskholdinu þeim mun meira léttist fiskurinn.

Voot beita

Samstarfsaðili Fiskmarkaðs Grindavíkur er Voot beita, sem selur hágæða beitu fyrir allar stærðir línubáta ásamt veiðarfærum og ýmsum aðföngum sem við getum útvegað á hagkvæmu verði. Þar má nefna vandaðar vörur til línuveiða líkt og slitsterkar og endingargóðar línur, króka, gogga og annað sem þarf til veiðanna ásamt öllum helstu aðföngum sem auðvelda þér lífið, til dæmis vinnufatnað, hreinsiefni og salernisvörur.

Þú getur pantað veiðarfæri og aðföng hér

Panta afgreiðslu

Panta afgreiðslu
Fiskmarkaður Grindavíkur ehf.
Ægisgata 2
240 Grindavík
Sími: 581-2222
fmg@fmgehf.is

Hafa samband

Senda